Sumarið kemur með gönguskónum.
Viðgerðir og viðhald á gönguskóm staðfestir að sumarið er á næsta leiti. Gönguskór geta verið góð fjárfesting til margra ára en þar skiptir mestu máli umhirða og meðferð.
Verkefnin sem ég fæ inná borð eru æði fjölbreytt allt frá stærri viðgerðum eins og útskiptingu á sólum yfir í létta yfirferð og ráðleggingar varðandi umhirðu og notkun réttra efna.
Endilega kíkið á mig í Hafnarfjörðin varðandi viðhald, viðgerðir og eða ráðleggingar.
Kveðja Davíð Skóari
Hér að neðan sjáum við dæmi um viðgerð á gönguskóm sem komu nýlega til mín.
Á fyrri mynd má sjá hvar saumarirnir hafa gefið sig og á þeirri seinni þar sem búið er að loka sárinu og setja nýja tvöfalda sauma.

